Öflugt mannlíf þarf fjölbreytt húsnæðis- og búsetuform með frumlegum og nútímalegum nálgunum. Sum hverfi í bænum einkennast af þéttleika og nálægð við almenningssamgöngur á meðan önnur hverfi eru lágreistari, einkennast af dreifðri byggð og nálægð við náttúruna. Þetta blandaða búsetuform eigum við að halda í, það einkennir bæinn og skapar valfrelsi.
Einn bær – nokkur hverfi
Í bænum hafa byggst upp öflug hverfi og munu fleiri byggjast upp á næstu árum. Um leið og Garðabær þarf að vera ein heild með jákvæðum bæjarbrag og skilvirkum tengingum, sameiginlegum svæðum sem skapa samkennd eins og miðbæ, fjölnota íþróttahúsi, sundlaugum og veitingahúsum – er mikilvægt að huga að sérstöðu og þjónustu hvers hverfis fyrir sig.
Áhersla er á fjölbreyttar nútímalegar samgöngur, viðhald gatna og að setja Hafnarfjarðarveg í stokk skv. samgönguáætlun höfuðborgarsvæðisins.