Öflugra mannlíf

Mannlíf tengist öllum þáttum bæjarlífsins, rekstri sem bæjarbrag. Í bænum er mikill mannauður. Bæjarfélagið er gott vegna fólksins sem býr hér.

Ég vil nýja nálgun sem eflir mannlíf og bæjarbrag í Garðabæ með áherslu á:

  • FESTU Í FJÁRMÁLUM: Ábyrga fjármálastjórn, lágar álögur á íbúa og fyrirtæki.
  • AUKIÐ ÍBÚALÝÐRÆÐI: Virkja íbúalýðræði sem eykur gæði og fjölbreytileika.
  • AÐLAÐANDI MIÐBÆ: Garðatorg sé öflugur miðbær, efla svæði fyrir útivist og mannlíf.
  • NÚTÍMALEGA ÞJÓNUSTU: Þróa snjalllausnir og skilvirkni stjórnsýslu og þjónustu, styðja ólík rekstrarform.
  • FRAMÚRSKARANDI SKÓLA- OG FJÖLSKYLDUBÆ: Vera fjölskyldu- og skólabær í fremstu röð sem byggir á styrkleikum, vellíðan og tækni.
  • SKIPULAG OG SAMGÖNGUR NÝRRA FRÆÐA: Byggja á frumleika sem eykur lífsgæði íbúa við uppbyggingu og viðhald hverfa og tenginga.
  • NÁTTÚRUVERND OG UMHVERFISÁBYRGÐ: Vera leiðandi í umhverfismálum, standa vörð um friðland, bæta upplifun af útivist.
  • FJÖLBREYTT ÍÞRÓTTA-, TÓMSTUNDA- OG MENNINGARSTARF: Styðja við frjáls félagasamtök, efla aðgengi og fjölbreytileika fyrir allan aldur.

Mannlífið skapar töfrana í bæjarfélagi.

Sigríður Hulda Jónsdóttir
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
varaformaður bæjarráðs og
formaður skólanefndar

Það er gott að vera Garðbæingur

Ég er þakklát fyrir það traust sem ég hef fengið til að hafa áhrif í Garðabæ.

Að starfa fyrir sveitarfélag í gegnum pólitískt kjör er þjónustuhlutverk, stefnumótun og stjórnunarstarf. Ég vil sjá Garðabæ áfram sem nærsamfélag, með öflugum hverfum sem skapa val fyrir bæjarbúa um ólík búsetuform, umhverfi og aðstæður. Öll hverfi hafa góðar tengingar bæði í umferð og við friðland bæjarins.

Garðabær er náttúruperla sem við eigum að standa vörð um og efla aðgengi bæjarbúa að friðuðum svæðum sem hægt er að gera hóflega en með ýmsum hætti.

Garðabær er skólabær og á að vera það áfram. Ég vil sjá mannlífið blómstra enn frekar, s.s. með aðlaðandi miðbæ á Garðatorgi, nýju fjölnota íþróttahúsi sem styður við öfluga íþrótta- og tómstundastarfsemi, með menningu sem hluta af bæjarbragnum, bæjargarði og lýðræðislegum stjórnunarháttum.

Bærinn er heimilið okkar – okkur líður vel á heimilinu þegar allir heimilismenn/bæjarbúar hafa sína rödd og taka þátt í að gera íverustaðinn góðan.

Það er gott að vera Garðbæingur og ég vil gera það enn betra með störfum mínum fyrir íbúa bæjarins á næstu árum.

Greinar og viðtöl

Greinar og viðtöl

Öruggt og eftirsóknarvert að eldast í Garðabæ

Það er ekki spurning að sveitarfélagið okkar, Garðabær, á að vera í fararbroddi hvað varðar búsetuskilyrði, lífsgæði og líðan eldri íbúa. Það er því eitt af markmiðum mínum með framboði í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins að fá tækifæri til að vinna markvisst að öruggri og vandaðri þjónustu fyrir þann fjölbreytta hóp bæjarbúa sem kominn …

Vertu með – hafðu áhrif á tækifærin í Garðabæ!

Garðabær er öflugt vaxandi sveitarfélag – bær tækifæra. Við búum við einstakar náttúruperlur, samheldið og metnaðarfullt samfélag og mannauðurinn er okkar stærsta auðlind. Ég er tilbúin til að leiða Garðabæ áfram sem framsækið samfélag þar sem vel er haldið utan um fjármálin, fólkið, náttúru og umhverfi.

Sigríður Hulda Jónsdóttir

Það var svo árið 2014 sem ég tók sæti sem bæjarfulltrúi í Garðabæ. Þá hafði ég verið formaður skólanefndar Tónlistarskólans í Garðabæ kjörtímabilið áður.

Síðastliðin átta ár hef ég verið bæjarfulltrúi, varaformaður bæjaráðs, formaður skólanefndar, varamaður í stjórn Stætó bs. og síðar Sorpu bs. Veturinn 2015-2016 var ég forseti bæjarstjórnar.

Á þessum árum hef ég komið að fjölda verkefna í bæjarmálunum, bæði með formlegum og óformlegum hætti s.s. stýrt nefnd um val á aðkomutákni bæjarins, starfað í nefndum og vinnuhópum um menningarhús í bænum, heilsueflandi bæjarfélag, endurskoðun ýmissa stefna sem snerta ungmenni, skólamál, lýðræðismál og forvarnir, lagt fram tillögur í bæjarstjórn, komið á verkefninu Betri Garðabær og fylgt eftir málum á ýmsum sviðum.

Hér má sjá nánar um mig

Málefnin mín