GARÐATORG AÐLAÐANDI MIÐBÆR

Ég vil sjá Garðatorg sem öflugan og fallegan miðbæjarkjarna. Ég sé fyrir mér útfærslu á göngugötunni í samvinnu við hagsmunaaðila, t.d. með mathallarupplifun, fjölbreyttum smærri þjónustuaðilum, jafnvel tengingu við nýja svæðið á torginu, menningarmiðju eða afþreyingu.

Garðatorg á að vera  miðpunktur bæjarlífsins, þar sem bæjarbúar hittast, fá sér hressingu og njóta samveru. Þetta er mikilvægur þáttur í mannlífi og bæjarbrag.

Sem bæjarfulltrúi hef ég lagt áherslu á mikilvægi Garðatorgs, og m.a. komið að fundum með bæjaryfirvöldum og rekstraraðilum í því skyni að tengja þá saman og styðja við starfsemina á torginu. Nokkrir slíkir fundir voru haldnir og unnið með framtíðarsýn, merkingar, aðkomu bílastæði, augýsingar, samtakamátt og fleira.

Árleg bæjarhátíð gæti t.d. stutt við samkennd og jákvæða menningu, tækifæri er til að setja hátíðarhöld 17. júní og sumardagsins fyrsta í fallegri umgjörð.