HEILSUGÆSLA MEÐ ÓLÍK REKSTRARFORM

Bæjarfélagið ætti að stuðla fjölbreyttum rekstrarformum í heilsugæsuþjónustu í bænum. Þetta er grundvallarþjónusta og víkka þarf út hugtakið heilsugæsla í takt við nútíma áherslur.

Heilsugæslan Garðabæ er hluti af heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og því ríkisrekin. Engu að síður er hér um að ræða mikilvæga grundvallarþjónustu fyrir bæjarbúa, en heilsugæslur er ýmist í ríkis- eða einkarekstri.

Horfa þarf til þess að efla þjónustu á þessu sviði í bænum og víkka út hugtakið heilsugæsla í takt við nútíma áherslur. Þar skiptir m.a. máli skjótur aðgangur íbúa auk samfellu í þjónustunni.

Á höfuðborgarsvæðinu eru nokkrar einkareknar heilsugæslustöðvar og í sumum tilfellum tengdar við líkamsræktar-, sjúkraþjálfunar- eða æfingaraðstöðu. Bæjarfélagið ætti að stuðla að slíkri heilsugæsuþjónustu í bænum. Þar gæti verið vistlegt kaffihorn svo hægt sé að njóta samvista við bæjarbúa.

Heilsuefling þarf að vera aðgengileg og nútímaleg, auk þess að huga í senn að líkamlegri- , andlegri- og félagslegri heilsu.