ÖFLUGT MENNINGARLÍF

Bæjarfélagið á að styðja við fjölþætt menningarstarf áhuga- og atvinnufólks sem skapar félagsauð, tækifæri til upplifana og samveru. Það eru ýmsar leiðir til þess og sem bæjarfulltrúi hef ég ásamt félögum mínum í meirihlutanum komið að því að setja á fót þróunarsjóð fyrir skapandi greinar og rýna möguleika á starfsemi menningarhúss í bænum.

Að njóta menningar hefur allt tíð verið stór þáttur í mínu lífi. Ég lærði sjálf á hljóðfæri til 18 ára aldurs en læt mér nú nægja að sækja tónleika og listviðburði þó ég útiloki ekki að byrja aftur að læra á píanóið.

Kvennakór Garðabæjar, listsýningar Grósku, tónlistar- og menningardagskrá í Tónlistarskólanum og kirkjunni, afrakstur skapandi sumarstarfa, söngleikir og leiksýningar skólanna í bænum – allt þetta og margt fleira hef ég sótt um árabil og það hefur gefið mér gríðarlega ánægju. Fjölþætt menningarstarf áhuga- og atvinnnufólks skapar félagsauð, tækifæri til upplifana og  samveru.

Í störfum mínum hef ég kynnst því hvernig framúrskarandi fyrirtæki leiða saman ólíka styrkleika t.d. þegar skapandi greinar tengjast tækninni og úr verður árangur sem skapar lífsgæði. Hið sama getur sveitarfélag gert.

Framtíðin byggir á fagmennsku, tækni, snjalllausnum og sköpun –  ásamt sjóð reynslunnar og ráðdeild.