Sigríður Hulda Jónsdóttir

Það var svo árið 2014 sem ég tók sæti sem bæjarfulltrúi í Garðabæ. Þá hafði ég verið formaður skólanefndar Tónlistarskólans í Garðabæ kjörtímabilið áður.

Síðastliðin átta ár hef ég verið bæjarfulltrúi, varaformaður bæjaráðs, formaður skólanefndar, varamaður í stjórn Stætó bs. og síðar Sorpu bs. Veturinn 2015-2016 var ég forseti bæjarstjórnar.

Á þessum árum hef ég komið að fjölda verkefna í bæjarmálunum, bæði með formlegum og óformlegum hætti s.s. stýrt nefnd um val á aðkomutákni bæjarins, starfað í nefndum og vinnuhópum um menningarhús í bænum, heilsueflandi bæjarfélag, endurskoðun ýmissa stefna sem snerta ungmenni, skólamál, lýðræðismál og forvarnir, lagt fram tillögur í bæjarstjórn, komið á verkefninu Betri Garðabær og fylgt eftir málum á ýmsum sviðum.

Hér má sjá nánar um mig

Málefnin mín

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *