Mannlíf tengist öllum þáttum bæjarlífsins, rekstri sem bæjarbrag. Í bænum er mikill mannauður. Bæjarfélagið er gott vegna fólksins sem býr hér.
Ég vil nýja nálgun sem eflir mannlíf og bæjarbrag í Garðabæ með áherslu á:
- FESTU Í FJÁRMÁLUM: Ábyrga fjármálastjórn, lágar álögur á íbúa og fyrirtæki.
- AUKIÐ ÍBÚALÝÐRÆÐI: Virkja íbúalýðræði sem eykur gæði og fjölbreytileika.
- AÐLAÐANDI MIÐBÆ: Garðatorg sé öflugur miðbær, efla svæði fyrir útivist og mannlíf.
- NÚTÍMALEGA ÞJÓNUSTU: Þróa snjalllausnir og skilvirkni stjórnsýslu og þjónustu, styðja ólík rekstrarform.
- FRAMÚRSKARANDI SKÓLA- OG FJÖLSKYLDUBÆ: Vera fjölskyldu- og skólabær í fremstu röð sem byggir á styrkleikum, vellíðan og tækni.
- SKIPULAG OG SAMGÖNGUR NÝRRA FRÆÐA: Byggja á frumleika sem eykur lífsgæði íbúa við uppbyggingu og viðhald hverfa og tenginga.
- NÁTTÚRUVERND OG UMHVERFISÁBYRGÐ: Vera leiðandi í umhverfismálum, standa vörð um friðland, bæta upplifun af útivist.
- FJÖLBREYTT ÍÞRÓTTA-, TÓMSTUNDA- OG MENNINGARSTARF: Styðja við frjáls félagasamtök, efla aðgengi og fjölbreytileika fyrir allan aldur.
Mannlífið skapar töfrana í bæjarfélagi.
Sigríður Hulda Jónsdóttir
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
varaformaður bæjarráðs og
formaður skólanefndar