Öruggt og eftirsóknarvert að eldast í Garðabæ

Það er ekki spurning að sveitarfélagið okkar, Garðabær, á að vera í fararbroddi hvað varðar búsetuskilyrði, lífsgæði og líðan eldri íbúa. Það er því eitt af markmiðum mínum með framboði í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins að fá tækifæri til að vinna markvisst að öruggri og vandaðri þjónustu fyrir þann fjölbreytta hóp bæjarbúa sem kominn er á efri ár.

Meira „Öruggt og eftirsóknarvert að eldast í Garðabæ“

Vertu með – hafðu áhrif á tækifærin í Garðabæ!

Garðabær er öflugt vaxandi sveitarfélag – bær tækifæra. Við búum við einstakar náttúruperlur, samheldið og metnaðarfullt samfélag og mannauðurinn er okkar stærsta auðlind. Ég er tilbúin til að leiða Garðabæ áfram sem framsækið samfélag þar sem vel er haldið utan um fjármálin, fólkið, náttúru og umhverfi.

Meira „Vertu með – hafðu áhrif á tækifærin í Garðabæ!“

Festa í fjármálum og aukið íbúalýðræði

Stöðugleiki í rekstri er grunnforsenda hagsældar. Þetta þekki ég vel úr eigin rekstri þar sem ég get einnig nýtt mér menntun mína sem MBA í viðskiptum og stjórnun.  Í Garðabæ er traust fjármálastjórn. Ekki má víkja frá áherslunni á stöðugleika og hagsýni í rekstri sem á áfram að vera lykiláhersla í stjórnun sveitarfélagsins.

Meira „Festa í fjármálum og aukið íbúalýðræði“