Ég vil öflugra mannlíf í Garðabæ

Miðbær, náttúra, skólabær með skipulag sem skapar gott og mannvænt umhverfi: Garðapósturinn spjallar við mig um framboð mitt í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ.

Það má segja að persónulegir styrkleikar mínir felist t.d. í yfirsýn, greiningarhæfni og samskiptafærni, en lífið hefur kennt mér þrautseigju, yfirvegun og að finna alltaf leiðir til að leysa málin með þeim einstaklingum sem að því koma hverju sinni. Ég lifi líka samkvæmt því mottói að taka ákvarðanir út frá hugrekki og stíga alltaf fram til vaxtar bæði fyrir mig og þá sem ég tengist eða vinn fyrir. Svo já, nú er rétti tíminn, ég mæti þessu af ákveðnu æðruleysi og við sjáum hvert þetta leiðir mig, valið er hjá bæjarbúum.

Meira „Ég vil öflugra mannlíf í Garðabæ“

Hamingjan

Er hægt að mæla hamingjuna?

Á sama tíma og við mörg eigum fleiri hluti og meira af fötum en þekktist fyrir nokkrum áratugum – þá er hraðinn meiri, og samanburður t.d. í gegnum samfélagsmiðla sterkari.

Meira „Hamingjan“