Garðabær er öflugt vaxandi sveitarfélag – bær tækifæra. Við búum við einstakar náttúruperlur, samheldið og metnaðarfullt samfélag og mannauðurinn er okkar stærsta auðlind. Ég er tilbúin til að leiða Garðabæ áfram sem framsækið samfélag þar sem vel er haldið utan um fjármálin, fólkið, náttúru og umhverfi.
Meira „Vertu með – hafðu áhrif á tækifærin í Garðabæ!“Fjölbreytt íþrótta-, menningar- og tómstundastarf
Það er fátt sem sameinar okkur jafn kröftuglega og góður íþróttakappleikur eða öflugur listviðburður. Við þekkjum öll tilfinninguna þegar við hvetjum okkar lið til sigurs eða hrífumst með tónlistarflutningi.
Meira „Fjölbreytt íþrótta-, menningar- og tómstundastarf“Framúrskarandi skólabær
Mennta- og skólamál eru mér sérstaklega hugleikin. Ég hef starfað í og með skólum í Garðabæ undanfarin 30 ár og finnst að Garðabær eigi með afgerandi hætti að vera skólabær í fremstu röð.
Meira „Framúrskarandi skólabær“Frábær miðbær og sveit í borg
Það er forgangsverkefni að ljúka Garðatorgi sem glæsilegum miðbæ. Bjóða blandað búsetuform og öflugar tengingar við hverfi og náttúru. Hér má t.d. horfa til Álftaness sem varðveitir sveit í borg og Urriðaholts sem þarf að tengja betur með öruggum stígum.
Meira „Frábær miðbær og sveit í borg“Sókn eftir faraldurinn
Síðustu tvö ár höfum við þurft að breyta venjum okkar og fórna lífsgæðum. Við höfum varið okkur; einangrað, hlustað á fréttir um ógnir við heilsu og efnahag.
Meira „Sókn eftir faraldurinn“Úr vörn í sókn!
Síðustu tvö ár höfum við þurft að breyta venjum okkar og fórna lífsgæðum. Við höfum varið okkur; einangrað, hlustað á fréttir um ógnir við heilsu og efnahag.
Meira „Úr vörn í sókn!“Festa í fjármálum og aukið íbúalýðræði
Stöðugleiki í rekstri er grunnforsenda hagsældar. Þetta þekki ég vel úr eigin rekstri þar sem ég get einnig nýtt mér menntun mína sem MBA í viðskiptum og stjórnun. Í Garðabæ er traust fjármálastjórn. Ekki má víkja frá áherslunni á stöðugleika og hagsýni í rekstri sem á áfram að vera lykiláhersla í stjórnun sveitarfélagsins.
Meira „Festa í fjármálum og aukið íbúalýðræði“Helstu áherslur fyrir öflugra mannlíf
Mannlíf tengist öllum þáttum bæjarlífsins, rekstri sem bæjarbrag. Ég vil nýja nálgun sem eflir mannlíf í Garðabæ. Undir MÁLEFNUM í yfirlitinu hér á vefsíðunni má sjá nánar um málefnaáherslur mínar sem er stuttlega fjallað um hér:
Meira „Helstu áherslur fyrir öflugra mannlíf“Ég vil öflugra mannlíf í Garðabæ
Miðbær, náttúra, skólabær með skipulag sem skapar gott og mannvænt umhverfi: Garðapósturinn spjallar við mig um framboð mitt í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ.
Það má segja að persónulegir styrkleikar mínir felist t.d. í yfirsýn, greiningarhæfni og samskiptafærni, en lífið hefur kennt mér þrautseigju, yfirvegun og að finna alltaf leiðir til að leysa málin með þeim einstaklingum sem að því koma hverju sinni. Ég lifi líka samkvæmt því mottói að taka ákvarðanir út frá hugrekki og stíga alltaf fram til vaxtar bæði fyrir mig og þá sem ég tengist eða vinn fyrir. Svo já, nú er rétti tíminn, ég mæti þessu af ákveðnu æðruleysi og við sjáum hvert þetta leiðir mig, valið er hjá bæjarbúum.
Meira „Ég vil öflugra mannlíf í Garðabæ“Fréttatilkynningar 6.1.2022
Í dag 6. janúar 2022 birtust þessar fréttatilkynningar
MBL Nýjar áherslur á nýjum grunni
VÍSIR Sigríður Hulda vill fyrsta sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ
Sigríður Hulda Jónsdóttir