Málefnin

FESTA Í FJÁRMÁLUM

  • Stöðugleiki og hagsýni í rekstri
  • Lágar álögur á íbúa og fyrirtæki
  • Aukið gagnsæi

Festa varðandi áframhaldandi trausta fjármálastjórn er grundvöllur öflugrar starfsemi í bænum. Lágar skattaálögur á bæjarbúa og ráðvendni í fjármálum skapar bæjarbúum öryggi bæði varðandi stöðugleika í þjónustu og eigin afkomu.

Nánar

NÚTÍMALEG ÞJÓNUSTA
STJÓRNSÝSLA

  • Mennska, virðing, velferð
  • Snjalllausnir
  • Fjölbreytt rekstrarform

Verum nútímaleg og frumleg í þjónustu og áherslum. Við þurfum að hafa metnað og hugrekki til að vera í fararbroddi í snjalllausnum sem, fjölbreyttum rekstrarformum bæði í skólamálum og velferðarþjónustu, skipulags- og umhvefismálum.

Nánar

AUKIÐ ÍBÚALÝÐRÆÐI

  • Samráð við íbúa og hagsmunahópa
  • Rafræn samráðsgátt fyrir íbúa
  • Gagnsæi í stjórnsýslu

Reglulegt samráð við bæjarbúa og ákveðna hagsmunahópa er nauðsynlegt, s.s. ungmenni, fjölskyldufólk, eldri borgara, íbúa hverfa sem eru í uppbyggingu, félaga- og áhugahópa, þá sem nýta eða þurfa á sérstakri þjónustu að halda o.s.frv.

Nútímastjórnun byggir á gagnsæi, samtali og lýðræðislegum stjórnarháttum. Stjórnendur bæjarfélags eru í stefnumótunar- og þjónustustarfi og eiga að skapa farveg milli íbúa og forgangsröðunar fjármuna. Stjórnendur bæjarfélags þurfa að vera tengdir við líf og væntingar bæjarbúa, vita hvar skóinn kreppir að og hvernig við viljum auðga bæjarlífið.

Sem stjórnendaráðgjafi, hafa bæði fræðin og starfsreynslan sýnt mér hve mikilvægt er að taka samtalið – ekki síst þegar sjónarmið og hagsmunir eru ólík.  Samræður og samráðsgátt á netmiðlum, rýnihópar og stöðumat eru leiðir nútíma stjórnanda til að vera í góðum tengslum við þá sem hann vinnur fyrir. Stjórnendur bæjarfélags þurfa að vera tengdir við líf og væntingar bæjarbúa, vita hvar skóinn kreppir og hvernig við viljum auðga bæjarlífið.

BETRI GARÐABÆR

  • Hugmyndir og vilji bæjarbúa
  • Íbúakosning; forgangsröðun verkefna
  • Lífsgæði: Aukin gæði í nærumhverfi

Verkefni þar sem íbúar velja hvernig auðga á mannlífið í bænum. Ég tel rétt að skoða möguleika á því að hækka fjárhæðina í verkefninu Betri Garðabær þar sem íbúar velja sjálfir verkefni. Jafnvel að útvíkka valkosti og fara með stærri verkefni í samráðsgátt og forgangsröðun með íbúum.

Ásamt Almari Guðmundssyni, bæjarfulltrúa, lagði ég fram tillögu á síðasta kjötímabili um að bæjarstjórn Garðabæjar setti sér vinnureglur um íbúasamráð sem miða að því að efla lýðræðisleg vinnubrögð í sveitarfélaginu. Úr varð verkefnið Betri Garðabær þar sem nú er annað hvert ár gert ráð fyrir 100 milljónum í verkefni sem bæjarbúar eiga hugmyndir að og kjósa um undir nafninu Betri Garðabær. Íbúasamráð á að vera öflugur þáttur í stjórnkerfi sveitarfélaga. Rannsóknir bæði hérlendis og erlendis sýna að sveitarstjórnir sem koma sér upp samráðsmenningu njóta meira trausts meðal íbúa og þar ríkir meiri ánægja með stjórnun og þjónustu.

VIRÐUM NÁTTÚRUNA

  • Umhverfisábyrgð, sjálfbærni, grænir hvatar
  • Bæjargarður, aðlaðandi útivistarsvæði
  • Lífsgæði: Náttúruparadís, friðland, stígar, aðgengi að náttúru

Gott mannlíf þrífst í snyrtilegum og fallegum bæ, þar sem við virðum umhverfið og höfum greiðar leiðir að náttúrunni með öruggum stígum. Ég sé fyrir mér náttúrulegan göngustíg í Gálgahrauni, fallegan bæjargarð sem áningar- og mannlífssvæði, auknar tengingar hverfa og náttúru með stígum, fallegri skólalóðir og opin svæði.

Við getum gert betur í því að allt yfirbragð bæjarins sé snyrtilegt og beri vott um natni og ábyrgð gagnvart umhverfi og mannlífi. Bærinn er heimili okkar – okkur líður vel á heimilinu þegar það er hugsað vel um það og allir heimilismenn/bæjarbúar hafa sitt hlutverk í þeim efnum.

Nánar

GARÐATORG
AÐLAÐANDI MIÐBÆR

  • Bæjarbragur – blómlegt mannlíf
  • Samkennd bæjarbúa skapar félagsauð og öryggi
  • Lífsgæði: Þjónusta, verslun, menning

Ég vil sjá Garðatorg sem öflugan og fallegan miðbæjarkjarna. Ég sé fyrir mér útfærslu á göngugötunni í samvinnu við hagsmunaaðila, t.d. með mathallarupplifun, fjölbreyttum smærri þjónustuaðilum, jafnvel tengingu við nýja svæðið á torginu, menningarmiðju eða afþreyingu. Garðatorg á að vera  miðpunktur bæjarlífsins, þar sem bæjarbúar hittast, fá sér hressingu og njóta samveru. Þetta er mikilvægur þáttur í mannlífi og bæjarbrag.

Nánar

MENNTUN;
TÆKNI – FÆRNI – VELLÍÐAN

  • Framsækni kennsluhátta og þróunarsjóður
  • Vellíðan nemenda og öflugt fagfólk
  • Ungbarnaleikskólar

Garðabær á með afgerandi hætti að vera skólabær í fremstu röð með áherslu á metnaðarfullt fagfólk, val nemenda um skóla, ungbarnaleikskóla, aðlaðandi vinnuumhverfi, ólík rekstrarform og öflugan þróunarsjóð. Ég vil sjá aukna tækni í kennsluháttum út frá styrkleikum nemenda t.d. með sýndarveruleika og vendikennslu, fjölbreyttar aðferðir í lestrarkennslu og aukna samvinnu milli skólastiga. Nemendur í Garðabæ eiga að þekkja eigin styrkleika, fá þjálfun í að tileinka sér samskiptafærni, læsi í víðri merkingu, slökun og hugleiðslu.

Nánar

FJÖLBREYTT ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDASTARF
FYRIR ALLA

  • Fjölþætt tækifæri fyrir allan aldur
  • Afreks- og þátttökumiðað starf
  • Sjálfsrækt

Ég vil sjá fjölbreyttari tækifæri fyrir íbúa í íþrótta- og tómstundastarfi. Með nýju fjölnota íþróttahúsi skapast nýir möguleikar fyrir iðkendur, íþróttafélög og nýja fjölþætta starfsemi. Við eigum að leggja áherslu á að ungmenni og eldri borgarar finni tækifæri til heilsueflingar í bæjarfélaginu. Íþróttastarf þarf bæði að vera afreks- og þátttökumiðað, allir þurfa að geta fundið hreyfingu við sitt hæfi.

Nánar

VAL UM FJÖLBREYTT BÚSETUFORM

  • Frumleg og nútímaleg nálgun á skipulag
  • Einn bær – nokkur aðlaðandi hverfi
  • Fjölbreyttar nútíma samgöngur

Öflugt mannlíf þarf fjölbreytt húsnæðis- og búsetuform með frumlegum og nútímalegum nálgunum. Sum hverfi í bænum einkennast af þéttleika og nálægð við almenningssamgöngur á meðan önnur hverfi eru lágreistari, einkennast af dreifðri byggð og nálægð við náttúruna. Þetta blandaða búsetuform eigum við að halda í, það einkennir bæinn og skapar valfrelsi.

Nánar

ELDRI BORGARAR
FJÖLÞÆTT ÞJÓNUSTA

  • Þjónusta í takt við ólíkar þarfir, nýting snjalltækni
  • Aðgengi að heilsueflingu
  • Félagslegt net, félagslíf og aðstaða

Eldri borgarar þurfa fjölbreyttari þjónustu, skilvirka heilsugæslu, öflugt félagslíf og stuðning við að búa heima óski þeir þess. Stækka þarf Jónshús og vinnan gegn einangrun. Endurhugsa og nútímavæða þarf hugtakið eldri borgari og alla þá þjónustu sem boðið er upp á fyrir þann aldurshóp í samvinnu við fulltrúa þess hóps.

Nánar

HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG

  • Líkamleg, andleg og félagsleg heilsa
  • Lýðheilsa
  • Forvarnastarf

Garðabær er heilsueflandi samfélag en líkamleg, andleg og félagsleg heilsa er grundvöllur farsældar og hamingju. Með þátttöku í slíku verkefni er Garðabær að skuldbinda sig til að leggja áherslu á að lýðheilsa íbúa sé höfð í fyrirrúmi við stefnumótun.

Nánar

RÉTTLÆTI

  • Jöfn tækifæri barna, öryggisnet
  • Réttlæti og gæði í þjónustu
  • Öryggi og tækifæri þeirra sem þurfa sérstaka þjónustu

Að tryggja börnum jöfn tækifæri til náms, íþrótta-  og tómstundaiðkunar, aðgengi að skólamat eða þjónustu er grundvallaratriði í hverju samfélagi. Réttlæti þarf að ríkja varðandi veitta þjónustu og tækifæri þeirra sem þurfa sérstaka aðstoð t.d. vegna hverskonar greininga, fötlunar, sérstakra aðstæðna, félagslegra eða efnahagslegra erfiðleika eða eru af erlendu bergi brotin.

HEILSUGÆSLA MEÐ ÓLÍK REKSTRARFORM

  • Fjölbreytileiki og val í þjónustu
  • Víkka út hugtakið heilsugæsla
  • Skjótur aðgangur og samfella í þjónustu

Bæjarfélagið ætti að stuðla fjölbreyttum rekstrarformum í heilsugæsuþjónustu í bænum. Þetta er grundvallarþjónusta og víkka þarf út hugtakið heilsugæsla í takt við nútíma áherslur. Þar skiptir m.a. máli skjótur aðgangur íbúa auk samfellu í þjónustunni.

Nánar

SAMSTARF VIÐ
GRASRÓTINA

  • Blómlegt mannlíf
  • Samstarf skapar tækifæri
  • Að tilheyra samfélagi og hafa rödd

Ég vil vinna í samstarfi við grasrótina. Það er hlutverk bæjaryfirvalda að hlusta á bæjarbúa, tengja vilja þeirra, fræðin, framtíðarstefnu og fjármálastjórn saman þannig að útkoman sé bæjarfélag með blómlegu mannlífi. Að tilheyra hópi eða samfélagi skiptir okkur öll máli og er ein af grunnþörfum okkar. Að geta sem íbúi haft áhrif á bæjarfélagið sem einkennist af metnaði, frelsi og tækifærum til þátttöku, er mikilvægt bæði fyrir íbúa og þróun samfélags.

Það er mikilvægt að hlusta, eiga samtal og skapa farveg sem eflir bæjarfélagið, hvort sem um er að ræða útiíþróttir, dans, rafíþróttir, kórastarf, skapandi skrif eða myndlist, svo dæmi séu tekin. Fjölbreytt félagsstarfsemi og fjölskylduvænt samfélag er hornsteinn velferðar. Það er fátt sem sameinar samfélag jafn kröftuglega og góður íþróttakappleikur eða öflugur listviðburður. Við þekkjum öll tilfinninguna í stúkunni þegar við hvetjum okkar lið til sigurs eða hrífumst með listinni t.d. á tónleikum.

ÖFLUGT MENNINGARLÍF

  • Félagsauður, upplifanir og mannlíf
  • Menningarmiðja
  • Menningarminjar og saga

Bæjarfélagið á að styðja við fjölþætt menningarstarf áhuga- og atvinnufólks sem skapar félagsauð, tækifæri til upplifana og samveru. Það eru ýmsar leiðir til þess og sem bæjarfulltrúi hef ég ásamt félögum mínum í meirihlutanum komið að því að setja á fót þróunarsjóð fyrir skapandi greinar og rýna möguleika á starfsemi menningarhúss í bænum.

Nánar

TENGING KYNSLÓÐA

  • Samkennd
  • Tómstundir og skólastarf
  • Tækifæri sem skapa lífsgæði

Ég tel tækifæri til að skapa auknar tengingar milli kynslóða í sveitarfélaginu jafnvel í gegnum tómstundir, skólastarf o.fl. Aðskilnaður kynslóðanna og jafnvel rof á milli þeirra er einkenni margra vestrænna samfélaga. Þar sem hamingja mælist hvað mest er samkennd kynslóða til staðar og allir hjálpast að.

Íbúar Garðabæjar á efri árum eiga að búa við lífsgæði, bæjarfélagið getur skapað fleiri slík tækifæri. Um leið er þörf á að huga að möguleikum ungs fólks á að kaupa sér íbúð í Garðabæ og tryggja leikskólapláss ungra barna. Sumir vilja fá öflugan sportbar í bæinn meðan aðrir benda á að stækka þurfi Jónshús, þetta ber vott um fjölbreytt mannlíf sem huga þarf að!

SNJALLLAUSNIR

  • Gæði þjónustu
  • Skilvirkni og upplifun
  • Félagsþjónusta, stjórnsýsla, skólastarf, lýsing, umferðastýring

Með snjalllausnum má auka gæði þjónustu, skilvirkni og upplifun i þjónustuferlinu. Slíkar áherslur nýtast í félagsþjónustu, innan skólanna, í samskiptum íbúa og bæjarfélagsins, við lýsingu á stígum, stýringu umferðaljósa, nútímalegri og gagnvirkri kennslu, t.d. með upplifun sýndarveruleika þannig að nemendur í kennslustofu í Garðabæ geti í gegnum sýndarveruleika upplifað Róm til forna eða það sem er að gerast í Hvíta húsinu í Washington o.fl.

TÆKIFÆRI FYRIR
UNGT FÓLK

  • Húsnæðismál
  • Mannlíf, ungmennahús
  • Fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf

Ég vil sjá bæjarfélagið stuðla að því að ungt fólk geti keypt sér húsnæði í Garðabæ. T.d. með því að byggja minni og hagkvæmar íbúðir svo sem gert hefur verið í Urriðaholti og við Lyngás.

Það er mikilvægt að bæjarfélagið styðji við jákvætt mannlíf ungmenna t.d. í gegnum listviðburði, íþrótta- og tómstundaiðkun, tækifæri til að komast á milli svæða í  bænum, samvinnu skóla og tengingu við tómstundir. Ungmennahús sem staður til að hittast, fara í pílu og læra heima er spennandi hugmynd sem þarf að finna góðan stað í bænum í samvinnu við óskir ungmenna og foreldra.

AÐ ALA UPP BARN

  • Jákvæð uppeldisskilyrði
  • Foreldrasamstarf
  • Vellíðan barna; tengsl, sjálfsmynd, samfélag

Bæjarfélag á að skapa ákveðin uppeldisskilyrði en mjög virkt samband við foreldra er nauðsynlegt til að halda utan um unga fólkið okkar. Þetta samtal má efla t.d. í gegnum Grunnstoð , en það er félag sem skipað er fulltrúum foreldrafélaganna í grunnskólum Garðabæjar.

Rannsóknir sýna okkur að vellíðan barna og ungmenna byggir meðal annars á tengslum við fjölskyldu, samfélag og heilbrigða sjálfsmynd.